20.03.1923
Neðri deild: 24. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í C-deild Alþingistíðinda. (2434)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Flm. (Lárus Helgason):

Orð hv. þm. Dala. (BJ) gáfu mjer tilefni til nokkurra orða. Hann sagði, að menn mundi sundla, ef þeir heyrðu þær upphæðir, sem hafðar hefðu verið af mönnum sökum rangrar vigtar. Þetta eru rakalausir sleggjudómar. Hefi jeg aldrei heyrt kvartað undan rangri vigt, og það er tilhæfulaus áburður, ,að menn sjeu svo gjarnir á að svíkja í þeim efnum, að þess vegna sje þörf á löggildingarstofunni.

Flestir eru svo gerðir, að þeir vilja vega og mæla rjett, en þótt svo væri ekki, þá mundi eftirlitið síst verða verra, heldur verða tryggara hjá lögreglustjóranum en löggildingarstofunni.