05.05.1923
Efri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (2680)

94. mál, friðun Þingvalla

Frsm. meiri hl. (Jón Magnússon):

Jeg ætla ekki að tala langt mál. Vil aðeins beina þeim tilmælum til hæstv. forsrh. (SE), að reka ekki prestinn burtu frá Þingvöllum, nema brýn nauðsyn krefji, þótt frv. þetta nái samþykki Alþingis. Jeg skil ekki, að það sje á neinn hátt nauðsynlegt eða æskilegt, þótt jeg hafi vitanlega orðið þess var, að sumir vilji það helst.