22.03.1923
Efri deild: 23. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

12. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jónas Jónsson:

Þetta mál er ekki á dagskrá, en jeg skal samt vera fljótur til að svara því. Það er erfitt að halda uppi nokkrum bannlögum eftir að undanþágum er veitt og eftir að þessi háttv. deild vill ekkert gera til þess að herða kosti smyglara og lögbrjóta, heldur virðist varla mega vamm þeirra vita. En hæstv. forsætisráðherra (SE) þarf ekki að gera ráð fyrir, að jeg reyni að verða banamaður bannlaganna.