09.05.1923
Neðri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í D-deild Alþingistíðinda. (3268)

156. mál, atkvæðagreiðsla alþingiskjósenda um útsölustaði áfengisverslunarinnar og vínveitingaleyfi

Forsætisráðherra (SE):

Stjórnin hefir enga tilhneigingu til þess að setja upp fleiri veitingastaði. Hún hefir yfirleitt ekki tilhneigingu til annars en þess að fara eftir því, sem í reglugerðinni er ákveðið, og við það mun hún halda sjer. Það, sem gert hefir verið í þessu máli, hefir annaðhvort verið gert beint eftir fyrirskipunum þingsins eða í anda þess, sem þar hefir verið fyrirskipað.

Um atkvæðagreiðsluna get jeg sagt það, að jeg er henni mótfallinn af þeim ástæðum, sem jeg hefi margtekið fram; hún er ekki í samræmi við það, sem ákveðið hefir verið. Jeg hlýt því að leggja á móti till.