09.05.1923
Neðri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í D-deild Alþingistíðinda. (3273)

156. mál, atkvæðagreiðsla alþingiskjósenda um útsölustaði áfengisverslunarinnar og vínveitingaleyfi

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það hefir verið talað hjer um áfengissölurnar, sem reknar væru með leyfi stjórnarinnar. En við höfum ekki minst á hinar, sem reknar eru án hennar leyfis. Því máli væri þó ástæða til að víkja til stjórnarinnar, að hún vildi hindra þann ósóma. það er t. d. ekkert launungarmál, að lyfjabúðirnar eru opinberir vínsölustaðir. Jeg ætlaði að útvega mjer upplýsingar um það, hversu mikið af víni væri selt til þeirra, en hefi ekki getað fengið þær. Jeg segi það ekki, að hæstv. forsætisráðh. (SE) vilji ekki vel í þessu máli. En jeg skil ekki þessar bendingar hans um hættuna af þessu og held að þær sjeu ástæðulausar, eins og jeg hefi sýnt fram á í fyrri ræðu minni. Afstaða hv. 4. þm. Reykv. (MJ) skildi jeg heldur ekki vel.