23.04.1923
Efri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í D-deild Alþingistíðinda. (3314)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg er ekki ánægður með það, að hv. 4. landsk. þm. (JM) hefir ekki skýrt þetta atriði á þann hátt, sem lá beinast við. Í stað þess að sýna fram á leið, sem yrði landinu til mests sparnaðar, hefir hann farið að bera saman lögfræðikunnáttu mína og sína, en um það skal jeg ekki metast við hann. Jeg hefi fyr haft ástæðu til að lýsa því yfir, að lögfræðin, eins og mest ber á henni hjer á landi, gerir menn tiltölulega sljóa og fávísa í tillögum, svo að þegar hv. 4. landsk. þm. (JM) sagði, að jeg hefði litla þekkingu á því sviði, þá verð jeg miklu fremur að taka það sem persónulegt hrós um mig heldur en nokkra sönnun, er komi þessu máli við.