16.04.1923
Sameinað þing: 3. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í D-deild Alþingistíðinda. (3374)

132. mál, setning og veiting læknisembætta

Forsætisráðherra (SE):

Jeg ætla ekki að fara inn á það, hvort heppilegra er að læknar sjeu kosnir eða skipaðir. Nú eru þeir skipaðir af konungi, en áður er jafnan leitað umsagnar landlæknis. Lögum er ekki hægt að breyta með þingsályktunartillögu, og get jeg því ekki tekið þessa þáltill. til greina, þótt hún verði samþykt, og því get jeg ekki heldur greitt atkvæði með henni. Ef þingið vill, að læknar sjeu kosnir, þá verður að samþykkja lög í því efni.