20.02.1923
Neðri deild: 3. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

1. mál, fjárlög 1924

Jón Þorláksson:

Jeg hygg að jeg hafi haft rjett eftir hæstv. fjrh. (MagnJ). Um heyrn mína er það að segja, að jeg hefi meðalheyrn, og jeg notaði hana svo vel sem mjer var unt. Hæstv. fjrh. (MagnJ) gat þess, að jeg væri í vindmylnum. Þetta vil jeg leiðrjetta. Jeg er í sama sal sem hæstv. fjrh. (MagnJ), sem sje í sal neðri deildar Alþingis, en ekki í neinni vindmylnu. Og jeg var ekki að „berjast við vindmylnur“, sem stundum er að orðtæki haft í Danmörku, heldur var jeg að rökræða við hæstv. fjrh. (MagnJ).