11.05.1923
Sameinað þing: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

1. mál, fjárlög 1924

Jóhannes Jóhannesson:

Það eru aðeins örfá orð út af orðum hv. frsm. fjvn. Nd. (MP) um það, að fjárlagafrv. er komið í sameinað þing.

Jeg vildi aðeins geta þess, að síðan þingsköpum Alþingis var breytt er engin hætta á því að láta fjárlagafrv. koma fyrir sameinað þing, því samkvæmt 32. gr. 3. málsgr. þingskapanna má eigi í sameinuðu þingi gera breytingartillögur við lagafrumvörp um önnur atriði en þau, er sú deildin, er síðast hafði frumvarpið til meðferðar, breytti við þá umræðu.

Fyrirbyggir þetta ákvæði bæði, að miklar breytingar geti orðið á fjárlögunum og eins hitt, að mikil töf hljótist af því, þó að fjárlagafrv. komi fyrir sameinað þing, og í þetta sinn ætti eigi að þurfa lengri tíma en stundarfjórðung til að afgreiða frv. Um 1. brtt. á þskj. 612 eru báðar fjárveitinganefndirnar sammála. Að öðru leyti skal jeg eigi lengja umræðurnar með því að fara út í einstaka liði.