04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1205 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

44. mál, vélgæsla á íslenskum mótorskipum

Frsm. (Karl Einarsson):

Þetta frv. er samhljóða frv., sem kom fram hier í deildinni á þinginu 1921. Þá var ágreiningur um það, hvort ekki skyldi haldið námsskeið á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. Síðan hefir þetta breyst; nú er hörgull á vjelgæslumönnum og ekki líklegt, að viðkoma vjelbáta hjer eftir verði eins og verið hefir að undanförnu. En málið er nauðsynjamál hjer er mikið í húfi, mannslíf, vjelar, bátar. En það hefir sýnt sig, að sá skóli, sem stofnaður var með lögum frá 1920, hefir ekki getað tekið til starfa sökum húsnæðisleysis. Þessi skóli verður mjög húsfrekur, því að hann þarf mikið pláss fyrir vjelar, ef hann á að koma að fullum notum, Í fyrra var skipuð nefnd að tilhlutun Iðnaðarmannafjelagsins; jeg veit ekki, hvort stjórnin hefir átt nokkurn þátt í því. Þessi nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að best væri, að skólinn stæði í sambandi við iðnskólann. Þar yrði að vera járnsmiðja og trjesmiðja og fleiri iðnaðartæki í sama húsi og skólinn, til þess að hægt sje að sýni nemendunum hið verklega um leið og það bóklega er kent. Sjávarútvegsnefnd hafði skólastjóri vjelstjóraskólans á fundi með sjer, og hann fræddi hana um það, að Iðnaðarmannafjelagið ætti talsverðan sjóð, svo það vildi leggja í bygginguna, ef það fengi pláss fyrir skóla sinn, iðnskólann. Þetta frv. mundi, ef það verður að lögum, flýta fyrir stofnun þessa skóla. Sjávarútvegsnefnd telur það nauðsynlegt, að þeir menn, sem hirða eiga mótorvjelar, sjeu færir um það, hvað snertir þekkingu, verklægni og hirðusemi.

Nefndin hefir eftir tillögu skólastjórans komið með brtt. við 2. gr., að setja 12 hestöfl í stað 10. Hann sagði, að þar væru takmörkin á flestum stærri og minni vjelum. Hann sagði, að flestar vjelategundir, er hjer tíðkast. væru 4. 6. 8. 12 hestöfl og svo yfir 20 hestöfl., en ekki nema ein með 10. Þetta er praktiskt atriði, sem ekki ætti að hindra framgang málsins.