19.03.1924
Efri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1446)

29. mál, hæstiréttur

Forsætisráðherra (SE):

Meðan metorðagirndin er jafnsterkur þáttur í sálarlífi manna og hún er nú, þá er hætt við, að hún komi fram, ef kjósa ætti dómstjóra, eins og farið er fram á með breytingu þeirri, sem um er að ræða. Er með því sundrung leidd inn í hæstarjett, og því leyfi jeg mjer að mótmæla. Vona jeg, að hið háa Alþingi taki þau mótmæli mín til greina.