20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (1876)

82. mál, samvinnufélög

Jakob Möller:

Jeg hlustaði á þrjár umr. um þetta mál í fyrra, og langar mig satt að segja ekki að ganga í gegnum þann hreinsunareld aftur.

En loks eftir langar og miklar ræður hefir nú verið upplýst um hvað þetta mál í raun og veru snýst, og virðist það vera það, hvort Kaupfjelag Borgfirðinga skuli borga hærra eða lægra útsvar!

Svo mörg eru þau orð.

Jeg fyrir mitt leyti er þeirrar skoðunar, að engin ástæða sje til að veita kaupfjelögum nokkra ívilnun með útsvar, fram yfir önnur verslunarfjelög. Því er jeg líka á móti frv. þessu og tel viðkunnanlegast, að það sje felt strax. Ástæðurnar, sem fyrir því liggja, eru hvort sem er svo smávægilegar, að jeg er alveg hissa á því, að það skuli vera fram komið.