31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í C-deild Alþingistíðinda. (2083)

91. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Forsætisráðherra (JM):

Jeg ætla mjer ekki að skifta mjer af þessu máli hjer í deildinni, en ætla að geyma afskrift af því, uns það kemur til Ed., þar sem jeg á þingmannssæti.

Það, sem helst snertir kenslumálaráðherra, sem ekki þarf endilega að vera forsætisráherra um leið, er það, hve mikinn íhlutunarrjett stjórnin hefir um uppsögn kennara. En eins og jeg hefi sagt, ætla jeg að geyma mjer öll afskifti af þessu máli til efri deildar, og vonast til, að málinu seinki hjer ekki meir en orðið er.