31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í C-deild Alþingistíðinda. (2085)

91. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jakob Möller:

Jeg vil enn beina þeim tilmælum til hæstv. forseta; að hann taki þetta mál af dagskrá, með því að kenslumálaráðherra, hæstv. forsrh. (JM) hefir ljóslega lýst afstöðu sinni gegn frv., þó að ekki tæki hann annan veg til orða en að deildin „gæti gert það, sem henni sýndist í málinu“, því í þeim orðum liggur það, að hann vill enga ábyrgð bera á afleiðingunum og telur óforsvaranlegt að samþykkja frv.