15.02.1924
Sameinað þing: 1. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Rannsókn kjörbréfa

Jón Þorláksson:

Aðeins stutt athugasemd út af því sambandi, sem hv. 2. þm. Reykv. (JBald) virðist setja á milli hinna 14 kjósenda, sem kusu í Reykjavík 1919 og kosningin var ógilt fyrir, og kjósenda þessara á Ísafirði, sem líkur eru fyrir, að hafi kosið á tveimur stöðum. Samanburður á þeim nær engri átt, því að hinir 14 kjósendur höfðu verið teknir á aukakjörskrá, en öðluðust ekki kosningarrjett fyr en eftir kjördag, en kjörstjórnin hafði af vangá látið þá kjósa og tekið atkv. þeirra gild. Slíkur samanburður sem þessi hjá hv. þm. nær því engri átt.