01.03.1924
Neðri deild: 12. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í C-deild Alþingistíðinda. (2584)

42. mál, einkasala á áfengi

Magnús Guðmundson:

Jeg vildi aðeins, út af orðum hv. 1. þm. S.-M., benda á það, að nú er nákvæmlega sama bannið og 1921, svo þetta getur ekki rjettlætt skoðanaskiftin. Þarf ekki annað en lesa Þingtíðindin frá þeim tíma, til þess að sjá þetta. Annars geri jeg ekki svo lítið úr þeirri yfirsjón, sem hjer er um að ræða, því hún hefir nú í þessi ár, sem liðin eru síðan, munað ríkissjóðinn ½ miljón króna, og eins og jeg sagði áðan er það synd, sem fyrst og fremst brennur á baki þess hv. þm. (SvÓ), þar sem hann var framsögum. Þeirrar nefndar, sem lagði móti þessari tollun. Undrar mig stórum, að hann skuli neita því, að málið var í fjárhagsnefnd 1921 og hann framsögum. Þingtíðindin sýna þetta, og þau liggja hjer fyrir framan mig.