01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í C-deild Alþingistíðinda. (2605)

42. mál, einkasala á áfengi

Fjármálaráðherra (JÞ):

Mjer er sjerstaklega ant um að fá 2. gr. þessa frv. samþ., því hún felur í sjer töluverðan tekjuauka fyrir ríkissjóðinn, sem unt er að fá, landsmönnum svo að segja að óþægindalausu. En jeg er hræddur um forlög frv. í Ed. með 1. gr., eins og hún er nú orðuð. Þótti mjer því slæmt, að ekki skyldi ná fram að ganga brtt. hv. 2. þm. Rang. (KlJ), sem fól í sjer heimild fyrir ríkisstjórnina. Eins og stendur, þá álít jeg, að það verði til að greiða fyrir málinu, að samþ. verði brtt. á þskj. 497, því jeg býst við, að frv. verði fremur samþ. óbreytt í hv. Ed., ef hún kemst með.

Annars vil jeg vekja athygli á því, að þessi brtt. er ekki rjett fram borin á þskj., og vona jeg að hæstv. forseti athugi þetta og lagi, þá er að því kemur.