18.03.1924
Neðri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í C-deild Alþingistíðinda. (2754)

88. mál, bankavaxtabréf

Tryggvi Þórhallsson:

Það er aðeins örstutt athugasemd.

Mjer þykir vænt um að heyra, að ekki mun eins langt á milli okkar hv. flm. (JK) og lítur út fyrir að vera.

En jeg vil sjerstaklega benda á eitt atriði. Hv. flm. tök það skýrt fram, að það tæki langan tíma að koma 5. flokki á stofn, og þýðir það það, að þetta kemur ekki strax að gagni, eins og brýn þörf er á. Aftur á móti er með frv. mínu gengið út frá því, að lögin komist í framkvæmd þegar á þessu ári. Ef til vill má kalla frv. mitt pappírslög, en það er þó tekið fram, að það skuli þegar á þessu ári lögð fram ¼ milj. kr. og lán veitt, ef trygging er fram boðin. En þetta frv. hv. þm. V.-Sk. (JK) er lagt í hendur stjórnarinnar, og ræður hún, hvenær hún gefur út reglugerðina.