29.02.1924
Efri deild: 8. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í C-deild Alþingistíðinda. (2844)

45. mál, fræðsla barna

Björn Kristjánsson:

Jeg mundi ekki vera ótilleiðanlegur til að fella þetta embætti niður, en ekki fyr en núverandi embættismaður lætur al embætti sínu. Eins get jeg ekki fallist á að fela þessa aðstoð stjórnarráðsins einni sjerstakri skólastofnun, því þó jeg skoði skólastjórann við kennaraskólann einn af mætustu mönnum landsins, þá er hann orðinn svo við aldur, að búast má við, að hans njóti ekki lengi við í því embætti. Hinsvegar er engin trygging fyrir, að jafngóður skólastjóri verði við skólann framvegis, og sem njóti líks trausts.

Verði embætti þetta lagt niður, er ekki annað að gera en að afhenda stjórnarráðinu umsjá þess, og að lofa því að taka sjer aðstoð eftir hendinni, sem það vill kjósa og ber best traust til.