04.04.1924
Sameinað þing: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í D-deild Alþingistíðinda. (3121)

41. mál, takmörkun nemenda í lærdómsdeild

Sigurður Eggerz:

Jeg vil leiðrjetta hv. 5. landsk. (JJ), er hann sagði, að ekki hefði verið þörf á þessum manni að skólanum. Jú, auðvitað var þörf á honum. Það, sem jeg hefi aðallega á minni samvisku í þessu máli, er, að jeg fjellst á að honum yrðu greidd lægstu adjunktslaun eitt ár, í stað þess að hann annars hefði tekið laun sem tímakennari. Jeg hygg að jeg kikni ekki undir þeim smávægilega mismun, sem á þessu er. Annars vil jeg benda hv. 5. landsk. (JJ) á, að fleiri en jeg vilja vinna að því að missa ekki duglega menn úr landinu, og mun það sýna sig áður en þingi lýkur, að hv. 5. landsk. (JJ) mun einnig leggja áherslu á slíkt, þó um mun meiri kostnað sje að ræða en hjer á sjer stað.