28.03.1924
Efri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í D-deild Alþingistíðinda. (3283)

107. mál, niðurlagning vínsölu á Siglufirði

Sigurður Eggerz:

Jeg leyfi mjer að leiða athygli hæstv. forsrh. (JM) að því, að allir kaupstaðirnir hafa farið fram á að vera lausir við vínútsöluna. Er því hætt við, að ef einum verður veitt undanþága, þá komi hinir á eftir. En jeg treysti mjer ekki, af ástæðum, sem jeg margoft hefi skýrt frá hjer í þinginu, að taka þessa kröfu bæjarstjórnarinnar til greina.