19.02.1924
Neðri deild: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (386)

17. mál, eftirlit með lyfjabúðum o. fl

Forsætisráðherra (SE):

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta frv. Það fer fram á, að lyfjabúðirnar greiði sjálfar kostnaðinn við eftirlit með þeim. Hann nemur nú um 2500 kr. á ári, og tel jeg fulla ástæðu til, að lyfjabúðirnar kosti þetta. Jeg skal benda á, að samskonar fyrirkomulag er nú í Danmörku. Skal jeg svo leyfa mjer að gera það að till. minni, að frv. verði vísað til allshn. að umræðunni lokinni. (JBald: Myndi ekki fara betur á að vísa því til fjhn.?). Jeg get vel fallist á athugasemd hv. 2. þm. Reykv. (JBald), og vil því breyta till. minni í þá átt, að frv. verði vísað til fjhn.