22.03.1924
Efri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

5. mál, vegalög

Björn Kristjánsson:

Brtt. á þskj. 190 gefur mjer tilefni til að segja fáein orð. Verði sú tillaga samþykt, neyðist jeg til að koma með aðra brtt. Þegar vegalögin gengu í gildi 1907, stóð svo á í Gullbringusýslu, að sýslan hafði opinberan styrk til skipaferða suður með sjó. Lagðist þetta síðar niður og sýslan fór að brjótast í að leggja dýra vegi. Lagði landssjóður fje til þessa til jafns við sýsluna. Komst sýslan við þetta í hin mestu fjárhagsvandræði. Með vegalögunum 1907 var þessi eina sýsla á landinu útundan. Verði því þessi brtt. á þskj. 190 samþykt, verð jeg að koma með þá brtt., að þjóðvegurinn suður nái ekki aðeins til Keflavíkur, heldur alla leið að Útskálum.