16.04.1924
Efri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1625 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

118. mál, sauðfjárbaðanir

Frsm. (Sigurður Jónsson):

Hjer þarf ekki langa framsögu, því að frv. þetta hefir fengið langan og rækilegan undirbúning. Hjer hafa áður verið gerðar tilraunir með innlenda baðlyfjagerð, og gefist vel. Háttv. Nd. hefir því samþykt frv. þetta, og landbúnaðarnefnd þessar háttv. deildar leggur til, að það verði samþykt óbreytt. En hinsvegar vil jeg taka það fram, að í 1. gr. er talað um, að aðeins megi nota eina tegund baðlyfja, en aftur í 2. gr. stjórnarráðinu heimilað að leyfa innflutning á samskonar baðlyfi. Þetta getur tæplega verið samrýmanlegt. Nefndin vildi þó ekki gera breytingu á þessu, heldur bíða og sjá hvað setur. Leggur nefndin því til, að frv. verði samþykt óbreytt.