11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2021 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

20. mál, verðtollur

Jón Baldvinsson:

Jeg get ekki látið þetta frv. fara út úr þinginu sem lög án þess að láta í ljós, að jeg tel það hafa orðið fyrir háskalegri meðferð og sje nú miklu erfiðara en áður að nema þennan ósanngjarna toll úr gildi. Form frv. er nú orðið miklu verra en var upphaflega, og mátti þó kalla fullilt þá. Að sjálfsögðu greiði jeg atkv. á móti þessu frv. Þeir, sem tala mest um, hve mikill kostnaður sje við innlenda framleiðslu, ættu að fara sjer hægt meðan ekkert er gert til þess að lækka verð útlendrar vöru.