17.03.1925
Neðri deild: 35. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

56. mál, fiskveiðasamþyktir og lendingarsjóður

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Frv. þetta er komið hingað frá hv. Ed. og flutt þar af hv. þm. Vestm. (JJós). Er það fram komið vegna þess, að lögin frá 1917 um fiskiveiðasamþyktir og lendingarsjóði taka ekki til Vestmannaeyja eftir að þar er orðinn sjerstakur kaupstaður. Jeg sje í rauninni ekkert á móti því, að ákveðið sje, að þessum kaupstað sje veitt heimild til þess að setja reglugerðir samkvœmt því, sem þessi lög heimila. Og sjávarútvegsnefnd leggur það til, að frv. sje samþykt eins og það kom frá hv. Ed. Málið er einfált og þarf ekki að valda miklum umr.