01.04.1925
Efri deild: 44. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2400 í B-deild Alþingistíðinda. (1482)

109. mál, sóttvarnalög

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg hefi engu við að bæta það, sem jeg sagði við 1. umr., en vil skírskota til greinargerðar frv., en þar má finna ástæðuna fyrir því, að frv. kom fram. Þessi sóttvarnarhús hafa altaf reynst ríkissjóði byrði. Þeirra hefir aldrei verið þörf í þeim tilgangi, sem til var ætlast. En ef lögin standa óbreytt, eiga yngstu kaupstaðirnir, Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar og Siglufjörður, fulla heimtingu á sóttvarnarhúsum. Jeg legg því til, fyrir hönd nefndarinnar, að frv. verði samþykt.