07.05.1925
Neðri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í C-deild Alþingistíðinda. (2610)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Úr því að hæstv. atvrh. (MG) sjer sjer ekki fært að banna aðflutning á heyi samkvæmt lögunum frá 18. maí 1920, þá telur nefndin rjettara að taka dagskrártill. aftur, og geri jeg það hjer með. Það, að jeg tek dagskrána aftur, er einkum af því, að ef það gæti komið til mála, að framkomnar brtt. við hana yrði samþ., þá vil jeg heldur, að frv. verði samþ., heldur en að dagskrá verði samþ., sem bannar allan innflutning á heyi, hvort sem um sýkingarhættu getur verið að ræða eða ekki.