06.03.1925
Neðri deild: 27. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 998 í C-deild Alþingistíðinda. (2830)

37. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Ágúst Flygenring:

Jeg vil benda háttv. þm. Barð. (HK) á, að það er ekkert gagn fyrir hann, þó að frv. þetta verði felt. Hann hefir lýst því yfir, að hann gerði sig ánægðan með, að frv. hans verði kastað í brjefakörfuna. En jeg geri mig ekki ánægðan með slíka meðferð á mínu frv. Annars sje jeg ekkert á móti því, að samþykkja mitt frv., því að það dregur þó dálítið úr órjettlæti, þangað til ráðin verður bót á því að fullu.