02.05.1925
Neðri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í D-deild Alþingistíðinda. (3096)

113. mál, frestun embættisveitinga og sýslana

Flm. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg þarf ekki að fjölyrða um þetta mál, og í laun og veru gæti jeg vel sætt mig við, að greidd yrðu atkv. án nokkurrar umræðu; þarf í raun og veru ekki frekari greinargerðar við en þeirrar, sem fylgir till. þar stendur það ljóst, hver er tilgangurinn með því að flytja hana. Tilgangurinn er sá að greiða fyrir, að hœgt verði að framkvæma það, sem oft og margsinnis hefir verið reynt að framkvæma: að fækka eitthvað embættum í landinu. Slíkt hefir mörgum sinnum verið reynt, en langoftast mistekist. Aðalskerið, sem strandað hefir á, er það, að menn sitja fyrir í embættunum, og þess vegna eru menn miklu ófúsari á að leggja þau niður.

Í till. eru talin þau embætti, sem aðallega hefir komið til tals að leggja niður, og þau, sem gætu orðið sameinuð öðrum. Hefði mönnum þótt upptalning mín ófullnægjandi, þá hefði jeg búist við brtt. um að bæta við, en engin till. hefir komið.

Rjett í þessu sje jeg, að verið er að útbýta brtt. á þskj. 434. Mjer skilst hún fara fram á alveg það sama og mín till., en embættin eru ekki nefnd. Jeg get með ánægju gengið inn á þá brtt., því aðalatriðið fyrir mjer er alls ekki það að telja þau upp sjerstaklega, heldur aðeins að það náist, að þingið eigi kost á að greiða atkv. um þetta.

Afbrigði leyfð og samþ. með 15 shlj. atkv. um brtt. 434, sem of seint var útbýtt.