01.04.1925
Efri deild: 44. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (434)

86. mál, Landhelgissjóður

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg tek undir með hv. þm. Vestm. (JJós), er hann segir, að landhelgisgæsla Dana sje hjer miður þökkuð en skyldi. Við höfum átt kost á frekari landhelgisgæslu frá Dönum en við höfum haft, okkur að kostnaðarlausu. Jeg vil minna á, að við Ísland hafa Danir sömu rjettindi og Íslendingar, svo að þeir hafa líka sinna hagsmuna að gæta. Þeir hafa stundað fiskiveiðar hjer, og hingað hafa verið gerð út skip frá Danmörku, þó að ekki hafi það altaf blessast. Og eftir síðustu frjettum ætla þeir að fara að gera út hingað í stærri stíl en áður. Jeg býst við, að þó að skipið sje fengið, haldi Danir áfram landhelgisgæslu hjer, og þess vegna er ekki rjett af hv. þm. Snæf. (HSteins) að segja, að við höfum aðeins eitt skip til varna.