05.03.1925
Efri deild: 23. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (639)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Þetta er stjfrv., sem háttv. Nd. hefir fallist á með þeirri einni breytingu við 3. umr., að heimild til þess að innheimta 25% gengisviðauka skyldi tímabundin og falla niður við árslok 1926. Raunar er það viðurkent af flm. þeirrar till., að engar líkur sjeu til þess, að gjald þetta megi missast frá þeim áramótum, og vil jeg skjóta því til athugunar þeirri nefnd, sem fær frv., hvort ekki sje rjett að ganga svo frá því, að það hjeldi gildi þangað til Alþingi ákveður breytingu á venjulegan hátt. — Annars legg jeg það til, að frv. sje vísað til fjhn.