17.04.1925
Neðri deild: 58. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1382 í B-deild Alþingistíðinda. (663)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Þetta litla frv. tók þeim breytingum í hv. Ed., að gildi laganna var lengt um eitt ár, eða til ársloka 1927, ef löggjafarvaldið breytir því þá ekki áður á venjulegan hátt. En þegar frv. fór hjeðan, var gildi þessara laga miðað við árslok 1926.

Þessi eins árs framlenging er gerð til þess að tryggja betur, að ríkissjóður njóti þessara tekna, sem hjer er um að ræða, á meðan verið er að losa ríkissjóð úr lausaskuldum þeim, sem hlaðist hafa á hann að undanförnu. Mjer hefir virst það vera vilji þessarar hv. deildar, að ríkissjóður greiddi sem fyrst lausaskuldir þessar, og vona því, að hv. þdm. geti fallist á frv. eins og það nú kemur frá hv. Ed.