19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1901 í B-deild Alþingistíðinda. (1621)

31. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. meiri hl. (Halldór Stefánsson):

Örstutt aths. út af því, sem hæstv. fjrh. sagði. Hann taldi mig hafa kveðið of fast að orði, er jeg sagði, að frv. væri samningur við leyfishafa. Jeg man ekki, hvernig jeg komst að orði, en jeg meinti það aðeins, að það væri samningsgrundvöllur við leyfishafa; veit jeg þó ekki, hvort hæstv. fjrh. er ánægður með þetta orðalag að heldur. Þá kvað hæstv. fjrh. það undarlegt, að jeg skyldi ekki geta fallist á brtt. hv. þm. V.-Sk. Jeg lagði ekkert harðlega á móti henni, en sýndi hinsvegar fram á, að það væri ekki nauðsynlegt, að sektarákvæðin væru eins, þar sem í öðru tilfellinu væri að ræða um sjerstök lög, en í hinu um almenn lög, og þess vegna væri brtt. óþörf.