31.03.1926
Neðri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í C-deild Alþingistíðinda. (1926)

52. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Pjetur Ottesen:

það er aðeins ein setning. Jeg vil benda hv. þm. á það, út frá því, sem sagt var um töp hafnarinnar, að komnar eru upplýsingar frá hv. þm. V.-Sk. (JK) um það, að í 11 ár hafi einungis tapast gjöld af 2 bátum. Þetta sýnir ljóslega, hversu gersamlega óþörf þessi lagasetning er. (JK: Jeg sagði, að það hefði nýlega tapast af 2 bátum).