10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í C-deild Alþingistíðinda. (2327)

39. mál, stöðvun á verðgildi íslenskra peninga

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Áður en jeg læt í ljós afstöðu minni hl. fjhn. til dagskrárinnar, vil jeg spyrja hv. flm. að því, hver sá vandi er, sem gengisbreytingin hefir leitt yfir þjóðina og frv. fær ekki leyst úr, og ennfremur hver sje sú „töluverða hætta“, sem frv. hefir í för með sjer. Jeg óska, að dagskráin sje rökstudd með skýrum og skilmerkilegum rökum, svo ekki þurfi að líta svo á, sem hv. flm. sje hjer eingöngu að kasta út björgunarhring fyrir stjórnina.