22.03.1926
Neðri deild: 37. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í C-deild Alþingistíðinda. (2511)

76. mál, járnbraut frá Reykjavík til Ölfusár

Þórarinn Jónsson:

Jeg ætla ekki að svo stöddu að gera mál þetta að umtalsefni, en mjer heyrðist hv. flm. (JörB) segja, að málið væri flutt fyrir hæstv. stjórn. Vildi jeg því beina þeirri spurningu til hans, hvort þetta sje rjett. Jeg tel málið mikils vert, en hjer var nýskeð fyrir annað mál, um það að kaupa nýtt strandferðaskip, en hæstv. stjórn hjelt því þá fram, að fjárhagur landsins þyldi eigi, að í það yrði ráðist. Trúi jeg því eigi fyr en jeg tek á, að hæstv. stjórn láti nú bera fram þetta stórmál.