28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í C-deild Alþingistíðinda. (2573)

109. mál, landhelgissjóður

Sigurður Eggerz:

Jeg skal ekki halda uppi löngum umr. um þetta mál. En jeg vil mótmæla harðlega því, sem hjer er farið fram á. Það hefir sýnt sig, að þótt ekki sje að vísu heppilegt að mynda nýja sjóði úr ríkissjóði, þá hefir þessi sjóður komið að góðu haldi og verið hægt að kaupa nýtt strandvarnaskip. Ef nú væri hætt að greiða tillag úr ríkissjóði, þá mundi draga úr landhelgisvörnunum. En þó nú hafi verið stigið gott spor í þessu máli, þá má það ekki verða seinasta sporið. — Og víst er um það, að ef tillagið verður felt, þá er verið að ganga aftur á bak. En það má aldrei verða.