06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í C-deild Alþingistíðinda. (2615)

106. mál, hæstiréttur

Sigurður Eggerz:

Jeg lít svo á, að það sje nógur tími enn til þess að koma málinu í gegnum báðar deildir. Jeg er ekki að fara með neina ásökun á hendur nefndinni. Aðeins er jeg að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann vildi mælast til, að nefndarálit yrði afgreitt bráðlega, þar sem þetta er eitt af þeim stóru málum, og hefir þýðingu fyrir alt rjettaröryggið í landinu. Mjer finst ekki til of mikils mælst um þetta, sjerstaklega þegar ekki er farið fram á neitt annað í frv. en að núverandi skipulag megi halda sjer.