10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1445 í C-deild Alþingistíðinda. (2719)

81. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (HSteins):

Jeg vil geta þess viðvíkjandi 7. málinu, að eins og hv. þdm. vita, hefir hæstv. stjórn lýst því yfir í dag, að þingi muni verða slitið á laugardaginn kemur. Það er því ekki meira eftir af þingtímanum en tveir virkir dagar, og allir sjá, að á svo stuttum tíma er óhugsandi að ráða slíku stórmáli til lykta, eins og bankamálið er. Það getur ekki talist vansalaust, að taka neinum flausturstökum á slíku máli. Jeg legg því til, að málið verði tekið af dagskrá, en vil þó gefa mönnum rjett til að skera úr því með atkv. sínu.