29.04.1926
Neðri deild: 65. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í D-deild Alþingistíðinda. (2926)

34. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá

Fjármálaráðherra (JÞ):

Sem kunnugur maður þarna eystra frá fyrri tíð held jeg, að rjettast væri í byrjun að reyna með lítilli upphæð að breyta rensli vatnanna. Jeg held, að affarasælast muni verða að taka tillit til reynslunnar, áður en tekin er föst ákvörðun um að gera þarna þau mannvirki, sem eiga að verða til frambúðar. Og jeg álít viðurlitamikið að krefjast þess nú, að málið verði að öllu undirbúið fyrir næsta þing.