08.05.1926
Sameinað þing: 5. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í D-deild Alþingistíðinda. (2940)

34. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá

2940Benedikt Sveinsson:

Jeg mótmæli algerlega þeirri staðlausu ásökun, að jeg sje hjer að tala út af öðru máli en þessu, sem fyrir liggur. Jeg vil skora á hæstv. forseta að víta hæstv. atvrh. (MG) fyrir það að varpa slíkum slettum fram, þótt jeg hafi gerst til þess hjer í hv. Nd. að benda þessum skammsýnu stjórnarvöldum á leið í verklegum framkvæmdum þessa lands, sem þau hafa ekki viljað líta við í blindni sinni. En þó jeg hafi í öðru máli haldið fram röksemdum, sem hæstv. atvrh. (MG) og fleirum hefir virst ofvaxið að skilja, þá á hvorki honum nje öðrum að leyfast að koma með slíkar slettur sem þessar.