07.05.1926
Efri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í D-deild Alþingistíðinda. (2967)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Forsætisráðherra (JM):

Jeg finn ekki ástæðu til þess að svara hv. 3. landsk. (JJ), því að það hefir hv. þm. Vestm. (JJós) gert. Ef svo er, að fiskveiðar sjeu hjer meiri en annarsstaðar, þá ætti öllum þeim, er hingað sækja veiðar, að vera mikið í mun að vernda viðkomuna. Þetta er ljóst mál og öllum skiljanlegt.

Rannsóknir á fiskigöngum eru hjer skamt á veg komnar, en þær virðast þó sýna það, að nauðsynlegt er að verja vel landhelgina.

Hv. 3. landsk. (JJ) fanst það víst undarlegt, að við skyldum hugsa okkur að friða Faxaflóa, þegar Englendingar gætu ekki friðað Morayfjörðinn. Hv. þm. (JJ) ætti að vita það, að við getum ekki friðað Faxaflóa nema með samningum við Englendinga.