14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í D-deild Alþingistíðinda. (3052)

128. mál, réttur erlendra manna til þess að leita sér atvinnu á Íslandi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er rjett til getið af hv. 2. þm. Reykv. (JBald), að stjórnin hefir ekkert á móti að verða við þeirri áskorun, er í till. felst. Annað mál er það, hvort hv. þm. verður ánægður með þá niðurstöðu, sem hún kann að komast að.

Það getur verið full ástæða til að flytja inn erlenda verkamenn, ef kaupgjald í landinu er svo hátt, að það ætlar að sliga atvinnuvegina. Það þarf að taka tillit til fleiri en þeirra, er atvinnu stunda. Ef semja á lög um þetta, verður það að gerast með fullri og sanngjarnri hliðsjón af báðum aðiljum. Hv. þm. má ekki gleyma því, að ef ekki eru atvinnurekendur, er ekkert til að vinna.

Jeg endurtek, að jeg sje ekkert við það að athuga að undirbúa löggjöf um þetta.