14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2422 í B-deild Alþingistíðinda. (3426)

Kosningar

Forseti (JóhJóh):

Jeg lít svo á, að Alþingi hafi látið vilja sinn í ljós um þetta, og liggur því fyrir að kjósa hinn íslenska hluta hinnar dansk-íslensku ráðgjafarnefndar.

Hlutfallskosning var viðhöfð, og komu fram þrír listar, er forseti merkti A, B og C. — Á A-lista voru Jóhannes Jóhannesson og Bjarni Jónsson frá Vogi, á B-lista Jónas Jónsson og á C-lista Bjarni Jónsson frá Vogi.

Þar sem ekki voru fleiri til nefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti rjett kjörna án atkvgr. alþingismennina:

Jóhannes Jóhannesson,

Bjarna Jónsson frá Vogi,

Jónas Jónsson.