09.03.1926
Efri deild: 23. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (534)

20. mál, bankavaxtabréf

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vildi aðeins geta þess um 4. brtt. hv. nefndar, að jeg sje nú, hvernig á misskilningnum stendur. Nefndin hefir nefnilega ekki tekið upphaflega titil frv. upp í nál. og svo gengið út frá honum eins og hann er prentaður þar. Jeg læt mig það litlu skifta, hvort till. kemur til atkvæða nú, en þó vildi jeg heldur, að hún yrði tekin aftur til 3. umr. Jeg get gengið inn á, að það er eðlilegra að tala um nýja veðdeildarflokka en bankavaxtabrjef.