21.03.1927
Neðri deild: 35. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

1. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Nefndin hefir orðið ásátt um að bera fram brtt. á þskj. 195, viðvíkjandi endurskoðun á fjallskilasjóðum. Í sumum hjeruðum eru þeir allháir, og virðist því rjett að endurskoða reikninga þeirra, alveg eins og hreppareikninga, svo að full skilagrein sje fyrir þeim gerð. Sem stendur eru engin lög um þetta, en brtt. nefndarinnar fer fram á það, að þessar fjárreiður, sem aðrar, sjeu undir eftirliti. Sje jeg svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta efni.