02.03.1927
Neðri deild: 19. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

6. mál, fátækralög

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg gleymdi áðan að svara fyrirspurn frá hv. 1. þm. Rang. (KIJ) um það, hvort drengurinn úr Fljótunum hefði verið niðursetningur. Get jeg svarað því, að svo var ekki, heldur var honum komið fyrir á bænum af aðstandendum sínum. Kemur 34. gr. fátækralaganna því alls ekki til greina í þessu sambandi. Gæti ekki heldur undir neinum kringumstæðum verið um undirboð að ræða, þar sem það er fyrirboðið í lögum. Að öðru leyti er eigi aðrar upplýsingar að gefa í þessu máli en þær, að stjórnin hefir látið áfrýja því til hæstarjettar, til þess að það gengi eins langt og hægt væri og sem rjettlátust úrslit mættu á það fást.