16.02.1927
Neðri deild: 7. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2480 í B-deild Alþingistíðinda. (1855)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Þótt það þyki ekki skifta neinu máli, vil jeg þó leiðrjetta eitt atriði, sem virðist vera misskilið í þeim umr., er hjer hafa farið fram, að það stendur í beiðni fjelagsins, að það meðal annars fer fram á að fá leyfi til þess að leggja þær járnbrautir, sem það þurfi með. (JakM: Það var viðurkent af hv. 1. þm. Rang. (KIJ), að það var ekki í upphaflegu beiðninni).