16.02.1927
Neðri deild: 7. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2491 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Ólafur Thors:

Aðeins örstutt aths. Það er rjett hjá háttv. 1. þm. Rang. (KIJ), að jeg var á móti sjerleyfisveitingunni í fyrra, og þá meðal annars og jafnvel fyrst og fremst vegna þess, að jeg hefði kosið, að ákveðin stefna yrði mörkuð áður en slík sjerleyfi væru veitt. Jeg var veikur, er málið var hjer til höfuðumræðu, og tók því ekki til máls.

Það var ekki rjett haft eftir mjer, að jeg hefði sagt, að ekki væri rjett að styrkja stóriðju yfirleitt. Jeg tók það fram, að stóriðja sú, sem fyrir er, væri alls góðs makleg, þótt jeg benti á galla, sem henni fylgdu. En jeg hygg það rjett vera hjá hv. þm., að ýmislegt í þessu frv. mundi stuðla að auknum landbúnaði á Suðurlandi, en ræða mín snerist um fossavirkjun alment. Jeg tók það fram, að stóriðja gæti auðveldlega orðið þröskuldur í vegi ræktunarinnar vegna samkepninnar um verkalýðinn. Annars ber að skoða ræðu mína í þessu máli sem stefnuræðu yfirleitt, en ekki á móti þessu máli sjerstaklega.